Um nefndina

Erfðanefnd landbúnaðarins

Samningurinn um líffræðilega fjölbreytni nær til allra tegunda lífríkisins. Þær tegundir, sem notaðar eru sem ræktarplöntur eða húsdýr í landbúnaði, hafa mikla sérstöðu og af hálfu Íslands er ábyrgð þeirra erfðaauðlinda falin sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu með búnaðarlögum nr. 70/1998 með síðari breytingum. Sér til fulltingis hefur ráðuneytið erfðanefnd landbúnaðarins en um hlutverk hennar og helstu verkefni er hægt að lesa í 16. grein fyrrnefndra laga og ennfremur í reglugerð 151/2005.

Erfðanefnd landbúnaðarins er samansett af fulltrúum eftirfarandi stofnanna: Landbúnaðarháskóla Íslands, Bændasamtökum Íslands, Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Skógræktinni.

Erfðanefnd landbúnaðarins skipuð 16. júní 2016 til þriggja ára

Aðalmenn:

 • Emma Eyþórsdóttir, formaður, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands, án tilnefningar, emma [hjá] lbhi.is
 • Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands, thk [hjá] rml.is
 • Charlotta Oddsdóttir, lektor, tilnefnd af Landbúnaðarháskóla Íslands, charlotta [hjá] lbhi.is
 • Sæmundur Sveinsson, sérfræðingur, tilnefndur af Landbúnaðarháskóla Íslands, saemundur [hjá] lbhi.is
 • Trausti Baldursson, forstöðumaður stjórnsýsludeildar, tilnefndur af Náttúrufræðistofnun Íslands, trausti [hjá] ni.is
 • Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af Skógræktinni, brynja [hjá] skogur.is
 • Leó Alexander Guðmundsson, líffræðingur, tilnefndur af Hafrannsóknastofnun, leo.alexander.gudmundsson [hjá] hafogvatn.is.is

Varamenn í sömu röð:

 • Halldór Runólfsson, varaformaður, ráðgjafi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, án tilnefningar, halldor.runolfsson [hjá] anr.is
 • Ásthildur Skjaldardóttir, bóndi, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands, bakkabuid [hjá] simnet.is
 • Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, námsbrautarstjóri í búfræði, tilnefnd af Landbúnaðarháskóla Íslands, olofosk [hjá] lbhi.is
 • Samson B. Harðarson, lektor, tilnefndur af Landbúnaðarháskóla Íslands, samson [hjá] lbhi.is
 • Svenja Auhage, umhverfis- og vistfræðingur, tilnefnd af Náttúrufræðistofnun Íslands, svenja [hjá] mi.is
 • Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri, tilnefndur af Skógræktinni, adalsteinn [hjá] skogur.is
 • Jóhannes Guðbrandsson, líffræðingur og stærðfræðingur, tilnefndur af Hafrannsóknastofnun, johannes.gudbrandsson [hjá] hafogvatn.is

DeilaShare on FacebookTweet about this on TwitterShare on Google+Email this to someonePrint this page